Ársfundur Vestnorræna ráðsins 2017 í Reykjavík

(1706027)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
08.06.2017 6. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Ársfundur Vestnorræna ráðsins 2017 í Reykjavík
Ákveðið var að fela ritara að hafa samband við nefndarmenn í lok júlí eða byrjun ágúst til að kanna möguleika á að halda fund í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins um miðjan ágúst þannig að nefndarmenn verði vel undirbúnir fyrir ársfund ráðsins sem haldinn verður í Reykjavík 31. ágúst til 1. september. Eygló Harðardóttir nefndi hvort ráð væri að fá heilbrigðisráðherra Vestur-Norðurlanda til að koma á fundinn til að segja frá samstarfi landanna á þessu sviði og/eða að fá Þorstein Víglundsson heilbrigðis- og jafnréttisráðherra á fund Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins í sama tilgangi. Inga Dóra Markussen nefndi að Íslandsdeildin þyrfti að móta tillögur að ályktunum til að leggja fram á ársfundinum. Hún sagðist vera búin að nefna sem tillögu við formanninn að Íslandsdeildin leggi fram ályktun um formlega stofnun Ungmennaráðs Vestnorræna ráðsins. Nefndarmenn lýstu ánægju með þá tillögu.