Hjúkrunarfræðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi

(1710029)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.04.2018 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Hjúkrunarfræðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi
Á fundinn komu Þórir Ólafsson, Jakob G. Rúnarsson og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Áslaug Einarsdóttir og Áslaug Knútsdóttir frá velferðarráðuneytinu, Alma Möller landlæknir og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis og Hellen Gunnarsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Elísabet Stefánsdóttir kynnti efni skýrslunnar og aðrir gestir kynntu afstöðu til skýrslunnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.