Fjármögnun samgönguverkefna

(1805087)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
28.05.2018 49. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun samgönguverkefna
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Hreinn Haraldsson og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Ráðherra kynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fjármagna brýn viðhaldsverkefni í samgöngumálum að fjárhæð 4 milljarðar króna úr almennum varasjóði. Á fundinum var lagt minnisblað yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugað er að ráðast í á þessu ári. Gestirnir kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær.
16.05.2018 48. fundur fjárlaganefndar Fjármögnun samgönguverkefna
Til fundarins komu Bjarni Benediktsson ráðherra, Björn Þór Hermannsson og Páll Ásgeir Guðmundsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ráðherra fór yfir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um 4 ma.kr. aukin framlög til vegaframkvæmda á árinu 2018 úr almennum varasjóði sem fjármála- og efnahagsráðherra fer með sbr. 24. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál.