Ferð um sunnanverða Vestfirði

(1809223)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.09.2018 3. fundur atvinnuveganefndar Ferð um sunnanverða Vestfirði
Nefndin fór í heimsóknir hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum á sunnarverðum Vestfjörðum.
Fimmtudagur.
Nefndin heimsótti og kynnti sér starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal og tóku þeir Einar Sveinn Ólafsson og Halldór Halldórsson á móti nefndinni.
Þá kynnti nefndin sér málefni Tálknafjarðar og tóku eftirtaldir fulltrúar sveitarstjórnar á móti nefndinni: Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Björgvin Smári Haraldsson, Berglind Eir Egilsdóttir og Lilja Magnúsdóttir.
Því næst heimsótti nefndin sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á móti nefndinni tóku Skjöldur Pálmason, Anna Guðrún Finnbogadóttir og Guðrún Eggertsdóttir.
Að lokum átti nefndin fund með eftirtöldum fulltrúum fiskeldisfyrirtækisins Háafell sem kynntu nefndinni starfsemi þess: Einar Valur Kristjánsson, Jón Grétar Kristjánsson og Kristján G. Jóakimsson.
Föstudagur.
Nefndin fundaði með og kynnti sér málefni Vesturbyggðar. Eftirtaldir fulltúar bæjarstjórnar tóku á móti nefndinni Iða Marsibil Jónsdóttir, Jón Árnason, Jörundur Garðarson, María Ósk Óskarsdóttir og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir.
Jafnframt kynnti nefndin sér starfsemi Arctic Fish í Tálknafirði og Arnarlax á Bíldudal. Fyrir hönd Arctic Fish tók Sigurður Pétursson á móti nefndinni en fyrir hönd Arnarlax voru það Þorsteinn Másson, Kjartan Ólafsson, Kristian Matthiasson og Iða Marsibil Jónsdóttir.
Að lokum kynnti nefndin sér starfsemi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og tók María Mack á móti nefndinni.