Loftslagsmál

(1810242)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
30.11.2018 21. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Loftslagsmál
Á fund nefndanna mættu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra auk Jörundar Valtýssonar, Jóns Erlings Jónassonar, Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, Bergþórs Magnússonar og Hrundar Hafsteinsdóttur frá utanríkisráðuneytinu, Huga Ólafssonar, Sigríðar Víðis Jónsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnar Brár Konráðsdóttur fulltrúa ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Gerðu gestir grein fyrir stöðu viðræðna Íslands og Noregs við ESB um loftslagsmál og svöruðu spurningum nefndarmanna.
30.11.2018 10. fundur utanríkismálanefndar Loftslagsmál
Á fund nefndanna mættu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra auk Jörundar Valtýssonar, Jóns Erlings Jónassonar, Jóhönnu Bryndísar Bjarnadóttur, Bergþórs Magnússonar og Hrundar Hafsteinsdóttur frá utanríkisráðuneytinu, Huga Ólafssonar, Sigríðar Víðis Jónsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnar Brár Konráðsdóttur fulltrúa ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Gerðu gestir grein fyrir stöðu viðræðna Íslands og Noregs við ESB um loftslagsmál og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundurinn var haldinn sameiginlega með umhverfis- og samgöngunefnd.
01.11.2018 11. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Loftslagsmál
Á fund nefndarinnar mættu Halldór Björnsson frá vísindanefnd um loftslagsmál, Árni Snorrason frá Veðurstofu Íslands, Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Kristín Linda Árnadóttir, Ragnhildur Finnbjörnsdóttir og Nicole S. Keller frá Umhverfisstofnun. Halldór kynnti skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Kristín Linda kynnti helstu niðurstöður úr losunarbókhaldi Íslands 1990-2016. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.