Nordjobb

(1811154)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.12.2018 3. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Nordjobb
Valdís Ösp Árnadóttir, starfsmaður upplýsingaþjónustu Halló Norðurlanda, var fulltrúi Norræna félagsins á fundinum í fjarveru Ásdísar Evu Hannesdóttur framkvæmdastjóra og Boga Ágústsson formanns Norræna félagsins.

Valdís Ösp sagði frá Nordjobb-verkefninu og þróun þess síðustu árin en fjöldi þátttakenda frá Íslandi hefur dregist saman af ýmsum ástæðum. Ein ástæðan virðist vera að kunnátta Íslendinga í skandinavískum málum er minni en áður var. Íslandsdeild ákvað að tillögu Kolbeins Óttarssonar Proppé að fela ritara að safna saman gögnum um stöðu skandinavísku málanna á Íslandi og fá gesti á fund deildarinnar til að segja frá stöðu dönskunnar í menntakerfinu.

Stuðningur við Nordjobb-verkefnið hefur komið frá Norrænu ráðherranefndinni, velferðarráðuneytinu og Letterstedska föreningen. Enginn styrkur hefur fengist frá velferðarráðuneytinu frá árinu 2016. Íslandsdeild Norðurlandaráð ákvað að skoða það mál betur.
23.11.2018 Fundur Íslandsdeild Norður­landa­ráðs Nordjobb