Stefna og skilaboð Íslands á COP24 fundinum

(1811248)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
30.11.2018 22. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Stefna og skilaboð Íslands á COP24 fundinum
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigríður Víðis Jónsdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir stefnu og skilaboðum Íslands á loftslagsráðstefnunni COP24 sem fram fer í Póllandi í desember. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið og samþykkti að senda forseta beiðni um að gert verði ráð fyrir að þingmenn geti sótt ráðstefnur sem þessar.