Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.

Skýrsla (1906080)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Ríkisendurskoðun 14.06.2019

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.06.2020 92. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Málinu var frestað.
19.06.2020 88. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Nefndin ákvað að fresta umfjöllun um málið.
15.06.2020 87. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Til fundarins komu Bjarni Jónsson og Birgir Jónsson frá Íslandspósti ohf. Þeir kynntu rekstur fyrirtækisins og framtíðarhorfur og þann viðsnúning sem orðið hefur á rekstrinum til betri vegar.
14.01.2020 34. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Dreift var drögum að áliti nefndarinnar.
13.12.2019 31. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Til fundarins kom Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún kynnti fjárhagsáætlun Íslandspósts ohf. og fyrirætlaða hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Einnig svaraði hún spurningum nefndarmanna.
04.12.2019 28. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Til fundarins komu Jón Gunnar Vilhelmsson og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 10:58. Guðbjörg Sigurðardóttir og Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Farið var yfir ýmis mál sem fram koma í úttekt Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. sem unnin var að beiðni fjárlaganefndar. Einnig svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
21.11.2019 24. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Til fundarins kom Reynir Árnason frá Póstmarkaðinum ehf. Hann fór yfir og útskýrði athugasemdir sínar við skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um Íslandspóst ohf. og svaraði spurningum nefndarmanna um efni þeirra.
Kl. 14:16. Páll Gunnar Pálsson og Ólafur Freyr Þorsteinsson frá Samkeppniseftirlitinu. Hrafnkell Gíslason, Björn Geirsson, Ólafur Þórðarson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun.
Fjallað var um athugasemdir Póstmarkaðarins ehf. við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. og umsagnir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um athugasemdirnar. Þá svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.
20.11.2019 23. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Rætt var um bréf Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar dags. 7. nóvember 2019 um málefni Íslandspósts. Einnig var rætt um fjárveitingar Ríkisendurskoðunar og verkefni ársins 2019 samkvæmt minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá 4. október sl. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um fyrrgreind málefni.
25.06.2019 79. fundur fjárlaganefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Haldinn var sameignlegur fundur fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. Gestir fundarins voru:
Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Guðmundur B. Helgason og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Bjarni Jónsson, Auður Björk Guðmundsdóttir, Eiríkur Haukur Hauksson, Jónína Björk Óskarsdóttir og Thomas Möller stjórnarmenn Íslandspósts ohf. Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Guðbjörg Sigurðardóttir og Unnur Elfa Hallsteinsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Ríkisendurskoðandi kynnti skýrsluna ásamt starfsfólki sínu en fjárlaganefnd óskaði þann 15. janúar eftir því að ríkisendurskoðandi gerði úttekt á tilteknum fjárhagslegum þáttum í starfsemi Íslandspósts ohf. Stjórn Íslandspósts ohf. og fulltrúar ráðuneytanna gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum um efni skýrslunnar og svöruðu spurningum frá þingmönnum sem sátu fundinn.
25.06.2019 64. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda, Guðrúnu Jenný Jónsdóttur og Jón L. Björnsson frá Ríkisendurskoðun, Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Guðbjörgu Sigurðardóttir og Unni Elfu Hallsteinsdóttur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Auði Björk Guðmundsdóttur, Bjarna Jónsson, Eirík Hauk Hauksson, Jónínu Björk Óskarsdóttur og Thomas Möller frá Íslandspósti ohf.

Fleira var ekki gert.
19.06.2019 63. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Samþykkt tillaga um að halda sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og fá ríkisendurskoðanda til að kynna skýrsluna.
18.06.2019 62. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf.
Samþykkt að vísa skýrslunni til fjárlaganefndar. Umfjöllun um frekari málsmeðferð frestað.