Yfirstjórn löggæslumála

(1909280)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.09.2019 4. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Yfirstjórn löggæslumála
Nefndin fjallaði um aðkomu nefndarinnar að málinu út frá eftirlitshlutverki nefndarinnar gagnvart ráðherra og skörun við eftirlitshlutverk allsherjar- og menntamálanefndar, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis og 26. gr. sömu laga. Ákvörðun um dagskrár funda var einnig rædd.

Á fund nefndarinnar komu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri frá dómsmálaráðuneyti. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.