Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018

(1912025)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.12.2019 30. fundur fjárlaganefndar Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018
Frumvarpið var afgreitt með nefndaráliti til annarrar umræðu með atkvæðum Willums Þórs Þórssonar, Haraldar Benediktssonar, Steinunnar Þóru Árnadóttur, Ásmundar Friðrikssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar. Birgir Þórarinsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson eru samþykk afgreiðslunni en rita undir nefndarálitið með fyrirvara. Björn Leví Gunnarsson sat hjá við afgreiðsluna.
05.12.2019 29. fundur fjárlaganefndar Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun. Þeir kynntu umsögn stofnunarinnar um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
04.12.2019 28. fundur fjárlaganefndar Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings 2018
Til fundarins komu Kristinn Hjörtur Jónasson, Kjartan D. Baldursson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ingþór Karl Eiríksson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum um efni þess.