Veiðar á grásleppu

Frumkvæðismál (2005002)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.05.2020 59. fundur atvinnuveganefndar Veiðar á grásleppu
Á fund nefndarinnar mættu Jóhann Guðmundsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Sigurðsson og Guðmundur Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Halldór G. Ólafsson frá Sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. Sigurður Guðjónsson og Guðmundur Óskarsson frá Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og Bjarni Jónsson frá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.05.2020 59. fundur atvinnuveganefndar Strandveiðar og veiðar á grásleppu
Á fund nefndarinnar mættu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóhann Guðmundsson, Sigurgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Sigurðsson og Guðmundur Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðherra og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.05.2020 57. fundur atvinnuveganefndar Veiðar á grásleppu
Nefndin ræddi málið.
07.05.2020 56. fundur atvinnuveganefndar Veiðar á grásleppu
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór G. Ólafsson frá Sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. og Bjarna Halldórsson fiskifræðing. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum fundarmanna.
05.05.2020 55. fundur atvinnuveganefndar Veiðar á grásleppu
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Jóhannesson, Þorsteinn Sigurðsson og Svava Pétursdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti, Örn Pálsson og Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda, Sigurður Guðjónsson og Guðmundur J. Óskarsson frá Hafrannsóknastofnun og Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Óska allra upplýsinga frá Hafró og ANR um ákvarðanir um heildarafla grásleppuveiða og upplýsingagjöf um þær til þeirra sem sinna veiðnum, í ljósi áhrifa á sjálfbærni og arðbærni veiðanna.