Áhrif kórónuveirunnar COVID-19

(2005061)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.05.2020 59. fundur atvinnuveganefndar Áhrif kórónuveirunnar COVID-19
Á fund nefndarinnar mætti Arna Schram frá Höfuðborgarstofu. Hún gerði fór yfir stöðu málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
14.05.2020 58. fundur atvinnuveganefndar Áhrif kórónuveirunnar COVID-19 á ferðaþjónustu
Á fund nefndarinnar mættu Díana Jóhannsdóttir og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir frá Vestfjarðastofu, Arnheiður Jóhannsdóttir frá Markaðsstofu Norðurlands, Dagný Hulda Jóhannesdóttir frá Markaðsstofu Suðurlands, Þuríður Halldóra Aradóttir frá Markaðsstofu Reykjaness , Margrét Björk Björnsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands og Jóna Árný Þórðardóttir frá Austurbrú. Gestirnir gerðu grein fyrir stöðu málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.05.2020 57. fundur atvinnuveganefndar Áhrif kórónuveirunnar COVID-19
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund (kl. 16:00) Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, (kl. 16:50) Pétur Blöndal frá Samáli og (kl. 17:00) Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu.