Kosning formanns

Önnur mál nefndarfundar (2006150)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.06.2020 74. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Kosning formanns
Guðmundur Andri Thorsson lagði til að kosið yrði um formann og að Jón Þór Ólafsson yrði formaður. Var samþykkt að ganga til kosninga.

Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson og Jón Þór Ólafsson greiddu atkvæði með tillögunni.

Þorsteinn Sæmundsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sátu hjá.

Líneik Anna Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi. Í ljósi heildarsamkomulagsins lít ég þannig á það sé ekki mitt hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn eru tilnefndir af hálfu einstakra flokka.
Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir tóku undir bókunina.