Störf Vestnorræna ráðsins

Frumkvæðismál (2103161)
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.03.2021 4. fundur Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Störf Vestnorræna ráðsins
Íslandsdeild ræddi fyrirkomulag funda framundan, þ.e. þemaráðstefnu í Suður-Grænlandi 22.-26. júní og ársfund í Færeyjum 30. ágúst - 3. september. Bryndís Haraldsdóttir reifaði tillögu að ályktun fyrir ársfund Vestnorræna ráðsins um aukið samstarf milli vestnorrænna háskóla. Ákveðið var að vinna áfram að þeim drögum. Þá var rætt um afskriftir ályktana ráðsins sem væru eldri en þriggja ára. Formaður tilkynnti einnig að komið hefði fram sú tillaga að þema starfsársins 2021-2022 yrði loftslagsbreytingar og græn umskipti. Í kjölfar samþykktar á ársfundi yrði það einnig yfirskrift þemaráðstefnu ráðsins á Íslandi í janúar 2022. Formaður viðraði þær áætlanir að halda þemaráðstefnuna á Akureyri.