Breytingar á lögum um loftferðir 60/1998 (COVID -19 )

Frumkvæðismál (2103167)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.05.2021 67. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að breytingartillögu og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að breytingartillögu meiri hluta standa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Líneik Anna Sævarsdóttir.
19.05.2021 65. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.
14.05.2021 63. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, fór yfir drög að framhaldsnefndaráliti. Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að framhaldsnefndaráliti meiri hluta standa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins og skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Andrés Ingi Jónsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.
29.04.2021 56. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af BergÓ, JónG, KÓP, VilÁ, LínS, KGH, ATG og GBr. HKF sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Ari Trausti Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Líneik Anna Sævarsdóttir.
28.04.2021 55. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Nefndin ræddi málið.
27.04.2021 54. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mætti Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
20.04.2021 53. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.
15.04.2021 52. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mætti Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
13.04.2021 51. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Nefndin fjallaði um málið.
25.03.2021 50. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Nefndin ræddi málið.

Hlé á fundi frá kl. 10:54 til 11:00.
24.03.2021 49. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mætti Elín Ósk Helgadóttir aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
22.03.2021 48. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mættu Ari Guðjónsson, Birna Ósk Einarsdóttir og Jens Þórðarson frá Icelandair. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Ástríður Scheving Thorsteinsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.03.2021 47. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Á fund nefndarinnar mættu Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu. Reifuðu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, varðandi skyldur flugrekenda vegna COVID-19.