Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf.

Skýrsla (2103244)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
20.04.2021 53. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf.
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Gestur Páll Reynisson frá Ríkisendurskoðun.
Kynntu gestir skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW air hf. - Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
15.04.2021 52. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf.
Bergþór Ólason lagði fram og nefndin samþykkti eftirfarandi bókun:

Umhverfis- og samgöngunefnd harmar að skýrsla Ríkisendurskoðanda um fall WOW air hafi ratað til fjölmiðla áður en ríkisendurskoðandi átti þess kost að koma á fund nefndarinnar til að kynna skýrsluna. Nefndin áréttar að mikilvægt er að trúnaður sé virtur.

Hlé var gert á fundi kl. 09:55-10:10.
12.04.2021 47. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf.
Nefndin samþykkti að vísa skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW Air hf. - aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf. til umhverfis- og samgöngunefndar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa Alþingis.