Breyting á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024

Frumkvæðismál (2105005)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 11.05.2021

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.05.2021 63. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Breyting á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Björk Jakobsdóttir frá Isavia og Árni Freyr Stefánsson, Ólafur Hjörleifsson og Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

Nefndin ákvað að flytja þingsályktunartillögu um breytingu á þingsályktun nr. 40/150 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024.
04.05.2021 58. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Breyting á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024
Á fund nefndarinnar mættu Árni Freyr Stefánsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson, Guðmundur Valur Guðmundsson, Bergþóra Þorkelsdóttir og Fannar Gíslason frá Vegagerðinni. Kynntu gestir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.