Úrvinnsla og endurnýting á plasti

Frumkvæðismál (2105076)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.05.2021 67. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Úrvinnsla og endurnýting á plasti
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Hulda Jónsdóttir og Sigurður Halldórsson frá Pure North Recycling. Ræddu gestir við nefndarmenn um málið og svöruðu spurningum.

Þá mættu á fund nefndarinnar Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Guðmundur B. Ingvarsson og Trausti Hermannsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ólafur Kjartansson, Guðlaugur G. Sverrisson og Íris Gunnarsdóttir frá Úrvinnslusjóði. Ræddu gestir við nefndarmenn um málið og svöruðu spurningum.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin um málið.