Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga

Skýrsla (2112018)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
04.04.2022 33. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa allir viðstaddir nefndarmenn.
16.03.2022 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
14.03.2022 22. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Múla Jónasson og Unni Helgu Óttarsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Þór G. Þórarinsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og Þór Hauksson Reykdal frá mennta- og barnamálaráðuneyti.
02.02.2022 13. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Nefndin fjallaði um málið.
13.12.2021 3. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda, Einar Örn Héðinsson, Guðmund Helgason og Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur frá Ríkisendurskoðun.
10.12.2021 2. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/20018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga
Nefndin tók til umfjöllunar tillögu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um að senda skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar og velferðarnefndar til upplýsingar í tengslum við vinnuna við frumvarp til fjárlaga 2022.

Tillagan var samþykkt með vísan til þess að efni hennar gæti varðað vinnu nefndanna við frumvarp til fjárlaga 2022 þrátt fyrir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi ekki fengið kynningu á efni skýrslunnar og hún því ekki gerð opinber.