Framkvæmd sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

Frumkvæðismál (2203262)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.03.2022 34. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Framkvæmd sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Vilhelmsson og Sigurð H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Jón Gunnar Jónsson og Lárus L. Blöndal frá Bankasýslu ríkisins.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir fór fram á að haldinn yrði opinn fundur um málið og að til fundarins yrðu boðaðir fulltrúar Bankasýslu ríkisins og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Auk þess óskaði hún eftir því að eftirfarandi yrði fært til bókar: „Margar spurningar hafa vaknað um söluna sem snerta almannahagsmuni og umræða um þær á ekki að fara fram fyrir luktum dyrum.“
Jóhann Páll Jóhannsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir studdu beiðnina um opinn fund.