Framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19

Frumkvæðismál (2205136)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
02.06.2022 40. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Valgerði Maríu Sigurðardóttur, Gunnlaug Geirsson og Fjalar Sigurðarson frá dómsmálaráðuneytinu.

Viðstaddir nefndarmenn tóku við upplýsingum sem óskað var eftir að yrði gætt trúnaðar um, sbr. 2. mgr. 37. gr. starfsreglna.
24.05.2022 36. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19
Sara Elísa Þórðardóttir bar upp tillögu, á grundvelli 51. gr. þingskapa, um að óska eftir að dómsmálaráðuneytið veiti nefndinni upplýsingar um samsetningu þess hóps sem til stendur að flytja úr landi á næstu dögum og hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Var tillagan samþykkt.

Þá var óskað eftir því af fjórðungi nefndarmanna að dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun mæti á fund nefndarinnar vegna umfjöllunar um framkvæmd útlendingalaga og brottvísanir eftir Covid-19.