Ferð á suðurland 2022

Önnur mál nefndarfundar (2208046)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.09.2022 1. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ferð á suðurland 2022
Nefndin fór í ferð um Suðurland og kynnti sér virkjanamál á svæðinu, m.a. áform um Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Kjalölduveitu. Hitti nefndin þar fyrir fulltrúa Landsvirkjunar og fulltrúa Vina Þjórsár.

Laugardagur 17. september.
Nefndin fór í skoðunarferð um Veiðivötn og kynnti sér svæðisskipulag Suðurhálendis o.fl. Þá var farið á Friðland að fjallabaki, farið í gönguferð í Landmannalaugum og Eldgjá í Vatnajökulsþjóðgarði skoðuð. Einnig var farið um Skaftártungur.
Nefndin hitti fulltrúa frá Veiðifélagi Landmannaafréttar, stýrihópi svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, Bláskógabyggð, Umhverfisstofnun, Landvarðafélagi Íslands og Vatnajökulsþjóðgarði.
23.08.2022 50. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Ferð á suðurland 2022
Nefndin ræddi málið og með vísan til 65. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis samþykkti hún að stefna að vettvangsferð á suðurland í haust.