Heimsókn til Útlendingastofnunar

Önnur mál nefndarfundar (2210263)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
25.10.2022 8. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heimsókn til Útlendingastofnunar
Nefndin fór í heimsókn til Útlendingastofnunar í Bæjarhraun 18, Hafnarfirði. Íris Kristinsdóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir, ásamt teymisstjórum á verndarsviði, tóku á móti nefndinni og kynntu starfsemi stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að því loknu fór nefndin í heimsókn í móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd við Egilsgötu 3 í Reykjavík. Íris Kristinsdóttir frá Útlendingastofnun og Gylfi Þór Þorsteinsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu kynntu þá starfsemi sem þar fer fram og svöruðu spurningum nefndarmanna.