Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð

Skýrsla (2210296)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.11.2022 19. fundur fjárlaganefndar Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð
Rætt var um opinn fund sem ætlunin er að halda með fjármála- og efnahagsráðherra um skýrslu sem hann hefur gefið út um ÍL-sjóð. Þá var rætt um lögfræðiálit vegna áforma fjármála- og efnahagsráðherra um málefni ÍL-sjóðs sem fram koma í skýrslunni.
03.11.2022 16. fundur fjárlaganefndar Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð
Sigurður Helgi Helgason og Katrín Oddsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir frá Deloitte, Perla Ásgeirsdóttir frá verkefnisstjórn um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs og Jóhannes Karl Sveinsson frá Landslögum. Þau fóru yfir stöðu sjóðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
26.10.2022 13. fundur fjárlaganefndar Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð
Samþykkt var að óska eftir því að fjármála- og efnahagsráðherra kæmi á opinn fund nefndarinnar til að ræða málefni ÍL sjóðs. Þá var samþykkt skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að kalla eftir þeim gögnum málsins sem liggja til grundvallar skýrslunni. Einnig var samþykkt að kanna hvort unnt væri að afla lögfræðiálits vegna málsins á grundvelli spurninga sem nefndarmenn munu leggja fram. Samþykkt var að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þau áhrif sem væntanlegt uppgjör ríkisins á skuldabréfum Íbúðalánasjóðs mun hafa á A og B-deild LSR.