Staðan á Landspítalanum

Frumkvæðismál (2301048)
Velferðarnefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 14.02.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.01.2023 28. fundur velferðarnefndar Staðan á Landspítalanum
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Landspítala um fjölda starfsfólks og mönnun á bráðamóttöku spítalans, þ.e. hvernig mönnun á að vera samkvæmt viðmiðum um mönnun á bráðamóttöku í samanburði við núverandi mönnun. Jafnframt er óskað upplýsinga um starfsmannaveltu frá 2018 og fjölda ónýttra orlofsdaga starfsfólks frá 2018 á bráðamóttöku spítalans og á spítalanum almennt. Þá er óskað upplýsinga um þróun vinnutíma starfsfólks frá 2018, þ.e. um fjölda yfirvinnustunda, greiðslur vegna yfirvinnu og hve margir starfsmenn fá greidda yfirvinnu, á bráðamóttökunni og á spítalanum almennt.
17.01.2023 26. fundur velferðarnefndar Staðan á Landspítalanum
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Þórðardóttir frá Læknafélagi Íslands, Theódór Skúli Sigurðsson frá Félagi sjúkrahúslækna og Guðbjörg Pálsdóttir, Harpa Ólafsdóttir, Ari Brynjólfsson og Eva Hjörtína Ólafsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Runólfur Pálsson og Már Kristjánsson frá Landspítala og fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst komu Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðlaug Einarsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.