ETS losunarheimildir í flugi

Frumkvæðismál (2302279)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Utanríkisráðuneytið 05.06.2023
Utanríkisráðuneytið 06.03.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.06.2023 65. fundur umhverfis- og samgöngunefndar ETS losunarheimildir í flugi
Nefndin samþykkti að birta minnisblað dags. 3. mars 2023 sem henni barst frá utanríkisráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
06.06.2023 64. fundur umhverfis- og samgöngunefndar ETS losunarheimildir í flugi
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
17.05.2023 56. fundur umhverfis- og samgöngunefndar ETS losunarheimildir í flugi
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þá niðurstöðu sem náðist í viðræðum íslenskra stjórnvalda og ESB um sérlausn fyrir Ísland varðandi losunarheimildir í flugi og greint var frá á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 16. maí 2023.
28.02.2023 33. fundur umhverfis- og samgöngunefndar ETS losunarheimildir í flugi
Nefndin ræddi gagnaöflun vegna málsins.

Ákveðið var að falla frá beiðni um minnisblað forsætisráðuneytisins, sbr. fundargerð 32. fundar, og óska þess í stað eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið.
23.02.2023 32. fundur umhverfis- og samgöngunefndar ETS losunarheimildir í flugi
Nefndin ræddi málið og samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu um þau samskipti sem átt hafa sér stað milli ráðuneytisins og Evrópusambandsins varðandi ETS-losunarheimildir í flugi.