Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda

Skýrsla (2303030)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
08.05.2023 57. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
29.03.2023 49. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda
Nefndin fjallaði um málið.
27.03.2023 48. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Jónsson forstjóra og Kristínu Helgu Markúsdóttur frá Samgöngustofu.
15.03.2023 44. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnheiði Ingjaldsdóttur, staðgengil skrifstofustjóra, og Ólaf Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóra frá innviðaráðuneyti.

Þá samþykkti nefndin að vísa skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina - Niðurstöður fjárhagsendurskoðunar á bókhaldi ársins 2020 til athugunar í fjárlaganefnd í samræmi við 3. málsl. 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa.
13.03.2023 43. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra, Guðmund Val Guðmundsson og Helga Gunnarsson frá Vegagerðinni.