Alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela

Frumkvæðismál (2303099)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
07.03.2024 45. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti um framkvæmd flutninga fólks til Venesúela þann 15. nóvember 2023 og þann 28. febrúar sl. þar sem m.a. komi fram upplýsingar um fjölda einstaklinga sundurliðað eftir aldri og lengd dvalar á Íslandi, afdrif umsóknar um alþjóðlega vernd, heildarkostnað ríkissjóðs, upplýsingar um ferðaleið og fjölda fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem fylgdu hópnum. Auk þess er óskað eftir upplýsingum um hversu marga einstaklinga er fyrirhugað að flytja eða aðstoða við að snúa aftur til Venesúela á næstu mánuðum.
14.03.2023 43. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Alþjóðleg vernd vegna aðstæðna í Venesúela
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorstein Gunnarsson, formann kærunefndar útlendingamála, og Jónu Aðalheiði Pálmadóttur yfirlögfræðing.