Kjör til formanns og 2. varaformanns

Önnur mál nefndarfundar (2309238)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.09.2023 2. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kjör til formanns og 2. varaformanns
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lagði til að kosið yrði að nýju um formann og 2. varaformann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Bjarni Jónsson yrði formaður og Vilhjálmur Árnason 2. varaformaður. Orri Páll Jóhannsson, Ingibjörg Isaksen, Halla Signý Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson, Ragnar Sigurðsson og Teitur Björn Einarsson studdu beiðnina og var hún því rétt fram borin af meiri hluta nefndarinnar.
Andrés Ingi Jónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir sátu hjá.

Gengið var til kosninga og kosið saman um bæði embættin.
Orri Páll Jóhannsson, Ingibjörg Isaksen, Halla Signý Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson, Ragnar Sigurðsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Teitur Björn Einarsson kusu Bjarna Jónsson í embætti formanns og Vilhjálm Árnason í embætti 2. varaformanns.
Andrés Ingi Jónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir sátu hjá.

Rétt kjörnir í stjórn nefndarinnar voru Bjarni Jónsson formaður og Vilhjálmur Árnason 2. varaformaður.

Að kosningu lokinni lagði Bjarni Jónsson fram eftirfarandi bókun:
Ég færi þakkir til Vilhjálms Árnasonar fyrir vel unnin störf sem formaður nefndarinnar og ánægjulegt samstarf.
Allir viðstaddir nefndarmenn tóku undir bókunina.