Kosning formanns

Önnur mál nefndarfundar (2309242)
Efnahags- og viðskiptanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.09.2023 1. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Kosning formanns
Ágúst Bjarni Garðarsson lagði til að kosið yrði að nýju um formann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis og að Teitur Björn Einarsson yrði formaður. Allir viðstaddir nefndarmenn studdu beiðnina og var hún því rétt fram borinn.

Gengið var til kosninga og kosið um embætti formanns. Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Teitur Björn Einarsson kusu Teit Björn Einarsson í embætti formanns.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Oddný G. Harðardóttir sátu hjá.

Teitur Björn Einarsson var því rétt kjörinn formaður í stjórn nefndarinnar.