Kosning formanns

Önnur mál nefndarfundar (2309259)
Atvinnuveganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.09.2023 1. fundur atvinnuveganefndar Kosning formanns
Gísli Rafn Ólafsson lagði til að kosið yrði að nýju um formann nefndarinnar skv. 4. mgr. 14. gr. laga um þingsköp Alþingis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir lagði til að Þórarinn Ingi Pétursson yrði formaður. Allir viðstaddir nefndarmenn studdu beiðnina og var hún því rétt fram borin.

Gengið var til kosningar með handauppréttingu og kusu allir viðstaddir nefndarmenn Þórarinn Inga Pétursson í embætti formanns.

Rétt kjörin í stjórn nefndarinnar var Þórarinn Ingi Pétursson formaður.