Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september

Frumkvæðismál (2310060)
Framtíðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.02.2024 7. fundur framtíðarnefndar Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september
Farið var yfir ályktun heimsþings framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september.

Viðfangsefni heimsþingsins var hlutverk þjóðþinga er varðar gervigreind og framtíð lýðræðis. Í ályktuninni var lögð áhersla á notkun framsýnna stjórnarhátta (en. Anticipatory Governance) sem byggjast á framtíðarfræðum til að takast á við framtíðaráskoranir. Eitt að meginhlutverkum framtíðarnefnda þjóðþinga er einmitt að vekja athygli á framsýnum stjórnarháttum innan stjórnsýslunnar og auðvelda þannig ákvarðanatöku til framtíðar litið. Kallað var eftir að framtíðarnefndir verði fastanefndir með nauðsynleg fjárráð og umboð til að sinna hlutverki sínu sem skyldi.
10.10.2023 2. fundur framtíðarnefndar Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga í Uruguay 25.-27. september
Umfjöllun frestað.