Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs

Frumkvæðismál (2310193)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
17.04.2024 Fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
31.01.2024 19. fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Á fund nefndarinnar kom Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og með honum Anna Hjartardóttir, Gunnlaug Guðmundsdóttir, Hendrik Daði Jónsson og Hersir Aron Ólafsson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um málefni UNRWA og svaraði spurningum nefndarmanna.
08.11.2023 9. fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram eftirfarandi bókun um tillögu utanríkismálanefndar til þingsályktunar um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs:

„Undirritaður er aðili að tillögunni með hliðsjón af eftirfarandi skilningi:

Að með orðalaginu „vopnahlé af mannúðarástæðum“ sé átt við það sem kanadísk stjórnvöld kölluðu „humanitarian pause“ í skýringum á tilvísaðri tillögu þeirra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þ.e. tímabundið hlé á átökum til að liðka fyrir mannúðaraðstoð á Gasaströndinni.

Að krafan um tafarlausa lausn gísla sé sett fram í samhengi við kröfuna um mannúðarhlé.

Að með tillögunni sé viðurkenndur réttur Ísraels til sjálfsvarnar með tilliti til alþjóðalaga.

Að með vísan til mikilvægis þess að alþjóðalögum sé fylgt sé m.a. átt við kröfu um að Hamas nýti ekki óbreytta borgara sem mannlega skildi eða meini þeim að leita skjóls með blekkingum, þvingunum eða öðru ofbeldi.

Að tryggt verði að auka viðbótarframlag til aðstoðar á svæðinu verði ekki að stuðningi við Hamas.

Að orðalagið „óheftur aðgangur mannúðaraðstoðar“ feli ekki í sér eftirlitsleysi með því sem flutt er inn á Gasaströndina eða því að aðstoðin skili sér til þeirra sem eiga að njóta hennar.“
08.11.2023 8. fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Formaður lagði fram drög að tillögu til þingsályktunar um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Farið var yfir drögin og samþykkti nefndin að flytja tillöguna.

Áheyrnarfulltrúi Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað og var það heimilað:

„Ég lýsi yfir stuðningi mínum við þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Mikilvægt er að Alþingi standi þétt saman og nái breiðri samstöðu í jafn mikilvægu máli og þessi þingsályktun fjallar um.“
30.10.2023 6. fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og með honum Hersir Aron Ólafsson, Nanna Kristín Tryggvadóttir, María Mjöll Jónsdóttir og Hendrik Daði Jónsson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.
23.10.2023 5. fundur utanríkismálanefndar Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Á fund nefndarinnar komu María Mjöll Jónsdóttir og Gunnlaug Guðmundsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.