Beiðni um aðgang að tilteknum gögnum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbankab

Frumkvæðismál (2310219)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
18.01.2024 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Beiðni um aðgang að tilteknum gögnum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbankab
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir samþykktu að taka til athugunar ákvarðanir og verklag fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra í tengslum við þau gögn sem óskað var eftir á 7 fundi nefndarinnar, 18. október 2023, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa.
18.10.2023 7. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Beiðni um aðgang að tilteknum gögnum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbankab
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um að óska eftir aðgangi að minnisblöðum, gögnum og öðrum þeim upplýsingum frá forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti sem varða stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 og lagðar voru fyrir ráðherra.