Viðbrögð og aðgerðir almannavarna við eldsumbrotum á Reykjanesskaga og ástand innviða

Frumkvæðismál (2401046)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Orkustofnun 22.03.2024

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.02.2024 39. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Viðbrögð og aðgerðir almannavarna við eldsumbrotum á Reykjanesskaga og ástand innviða
Nefndin samþykkti með vísan til 51. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti, annars vegar er óskað eftir minnisblöðum Orkustofnunar frá nóvember 2023 og hins vegar að teknar verði saman upplýsingar um það hvernig brugðist hafi verið við ábendingum sem fram komu um æskilegar og eftir atvikum nauðsynlegar ráðstafanir í þágu orkuinnviða á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota og jarðhræringa á svæðinu.
18.01.2024 32. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Viðbrögð og aðgerðir almannavarna við eldsumbrotum á Reykjanesskaga og ástand innviða
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og Sólberg Svan Bjarnason, Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur og Björn Oddsson frá almannavörnum. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.