Verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C.

Frumkvæðismál (2401056)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.02.2024 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C.
1. varaformaður gerði grein fyrir að hluti af þeim gögnum sem óskaði var eftir frá utanríkisráðuneytinu á fundi þann 18. janúar sl. hefðu borist sem trúnaðargögn. Nefndin ákvað að taka ekki við þeim gögnum.
18.01.2024 27. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til að nefndin tæki til athugunar verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C., sbr. 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa. Jafnframt lagði hún til að óskað yrði eftir að fá afhent þau gögn sem fyrir liggja í utanríkisráðuneytinu og varða ferlið sem viðhaft var við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. og um þá ákvörðun um að setja á fót sendiráð í Róm. Þá yrði einnig óskað eftir gögnum sem fyrir liggja um mat á hæfi ráðherra við skipanirnar, sbr. 51. gr. þingskapa.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir tóku undir tillöguna og var hún samþykkt.