Framkvæmd fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga

Frumkvæðismál (2401060)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
30.01.2024 35. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Framkvæmd fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, og Arnar Sigurð Hauksson, Árna Grétar Finnsson og Gunnlaug Geirsson frá dómsmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
18.01.2024 32. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Framkvæmd fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, með nánari upplýsingum um aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga, m.a. verði gerð grein fyrir því við hvaða aðila hafi verið haft samband í þessum tilgangi, hvenær, með beiðni um hvers konar aðstoð eða upplýsingar og hver svörin hafa verið.