Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkislögreglustjóra, fjárreiður, stjórnsýslu og stjórnarhætti - eftirfylgni

(2403031)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.03.2024 38. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkislögreglustjóra, fjárreiður, stjórnsýslu og stjórnarhætti - eftirfylgni
Nefndin samþykkti að ljúka málinu með eftirfarandi bókun:

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín gesti frá Ríkisendurskoðun. Í skýrslunni er að finna niðurstöður eftirfylgni stofnunarinnar með skýrslu um ríkislögreglustjóra, fjárreiður, stjórnsýslu og stjórnarhætti frá 2020.

Í skýrslunni kemur fram að brugðist hafi verið nokkuð skipulega við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar, þó með tveimur undantekningum en ökutækjamál lögreglu þarf að skoða nánar sem og tölvudeild ríkislögreglustjóra en þau atriði eru þó í vinnslu. Nefndin hvetur dómsmálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra að vinna með markvissum hætti að því að ljúka þeirri vinnu.