Fjármálaáætlun 2025-2029

(2404183)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
26.04.2024 53. fundur fjárlaganefndar Fjármálaáætlun 2025-2029
Til fundarins kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Einnig komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind Elíasdóttir og Unnar Örn Unnarsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Þau kynntu þann hluta fjármálaáætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna um það efni.
24.04.2024 52. fundur fjárlaganefndar Fjármálaáætlun 2025-2029
Til fundarins komu Guðrún Ögmundsdóttir, Guðrún Birna Finnsdóttir, Íris Huld Christersdóttir, Þórdís Steinsdóttir og Guðmundur Axel Hansen. Þau kynntu umbætur í starfsemi hins opinbera og framtíðarsýn ríkisreksturs. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:23. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Hersir Aron Ólafsson, Auður Árnadóttir og Margrét Hallgrímsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Þau kynntu þau málefnasvið og málaflokka sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurnngum um það efni.
Kl. 11:05. Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hann fór yfir skuldastýringu og fjármagnskostnað og lánshæfi ríkissjóðs og svaraði síðan spurningum um það efni.
22.04.2024 51. fundur fjárlaganefndar Fjármálaáætlun 2025-2029
Eyjólfur Ármannsson tók við fundarstjórn í fjarveru formanns og 1. varaformanns.
Til fundarins komu Óttar Snædal Þorsteinsson, Marta Birna Baldursdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir, Hlynur Hreinsson, Sólrún Halldóra Þrastardóttir, Hilda Hrund Cortes, Kristinn Bjarnason, Helga Jónsdóttir, Jón Viðar Pálmason og Pétur Magnús Birgisson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu áætlanir tekna og gjalda sem fram koma í áætluninni. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
17.04.2024 50. fundur fjárlaganefndar Fjármálaáætlun 2025-2029
Formaður hafði áður en fundurinn var haldinn fengið samþykki nefndarmanna fyrir honum þar sem ekki er búið að mæla fyrir fjármálaáætluninni.
Til fundarins komu Jón Viðar Pálmason, Hlynur Hreinsson, Hilda Cortez, Sigurður Gunnar Sigurðsson og Ólafur Heiðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu efnahagsstefnuna og efnahagshorfur, fjármál ríkissjóðs og fjármál hins opinbera, samstæðuuppgjör ríkissjóðs og fleira. Síðan svöruðu þau spurningum nefndarmanna.