Breytingar á starfsáætlun Alþingis: Nefndadagur 10. maí

6.5.2024

Forseti hefur í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka ákveðið að föstudagurinn 10. maí verði nefndadagur.

Fundatímar eru eftirfarandi:

  • Kl. 9-12   A-nefndir: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13-16   B-nefndir: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd.

Endanlegir fundatímar og dagskrár birtast á vef Alþingis.

Nánari upplýsingar um nefndastörf, nefndadaga og fyrirkomulag þeirra