Samantekt um þingmál

Útlendingar

560. mál á 145. löggjafarþingi.
Allsherjar- og menntamálanefnd.

Markmið

Að tryggja sanngjarna og skilvirka málsmeðferð við meðferð umsókna um alþjóðlega vernd.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verði fjölgað úr þremur í sjö.
Lögð er til breyting á dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða til að tryggja vandaða málsmeðferð þegar heilbrigðisástæðum er borið við. 
Lagt til að réttaráhrifum verði ekki frestað í málum þar sem ríki eru talin örugg upprunaríki.
Lögð er til breyting sem miðar að því að gera Útlendingastofnun kleift að sinna upplýsingaskyldu gagnvart hælisleitendum líkt og lögreglu í upphafi málsmeðferðar en einnig er afnumin heimild Útlendingastofnunar til að taka ákvörðun án þess að taka viðtal við hælisleitanda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um útlendinga nr. 96/2002.
  • Skylt mál: útlendingar, 728. mál (innanríkisráðherra) á 145. þingi (18.04.2016)

Kostnaður og tekjur

Kemur ekki fram í frumvarpinu.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum meðal annars að nefnd sem metur hæfi umsækjenda um formennsku og varaformennsku í kærunefnd útlendingamála skili umsögn um hæfi til ráðherra en taki ekki afstöðu til þess hver sé hæfastur.
Formanni og varaformanni kærunefndar útlendingamála er veitt heimild til að ákveða að kærandi komi fyrir nefndina. Einnig var felld brott 3.gr. c-liður frumvarpsins um að kæra fresti ekki réttaráhrifum þegar um er að ræða ákvörðun þar sem synjað er um hæli og mannúðarleyfi og kærandi kemur frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki.


Síðast breytt 26.05.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.