Samantekt um þingmál

Refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði

69. mál á 149. löggjafarþingi.
Dómsmálaráðherra.

Markmið

Að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands samkvæmt hópmorðssáttmálanum, Genfarsamningunum og viðbótarbókunum við Genfarsamningana. Að tryggja að íslensk stjórnvöld geti nýtt sér fyllingarlögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og rannsakað sjálf glæpi sem falla undir lögsögu hans samkvæmt Rómarsamþykktinni og ákært fyrir þá.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að innleiddur verði í lög sáttmáli um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð frá 1948, Genfarsamningar (I, II, III og IV) frá 1949 og viðaukar (I og II) við þá frá 1977 sem og Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn frá 1998 og þannig tryggt að íslensk löggjöf sé í samræmi við ákvæði þessara alþjóðaskuldbindinga.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög en við gildistöku laganna verða breytingar á almennum hegningarlögum, nr.  19/1940, lögum um ráðherraábyrgð, nr.  4/1963 og lögreglulögum, nr. 90/1996.

Kostnaður og tekjur

Frumvarpið hefur engan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. 

Afgreiðsla

Samþykkt með lítils háttar breytingum en þeirri helstri að auk lögreglu annast héraðssaksóknari rannsókn brota gegn lögum þessum og fer með ákæruvald.

Aðrar upplýsingar










Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Lov om straf for folkedrab  LOV nr 132 af 29/04/1955.
Lov om Straf for Krigsforbrydelser  LOV nr 395 af 12/07/1946.
Militær straffelov   LOV nr 530 af 24/06/2005.

Finnland
Strafflag   19.12.1889/39.

Noregur
Lov om endringer i straffeloven 20. mai 2005 nr. 28 mv. (skjerpende og formildende omstendigheter, folkemord, rikets selvstendighet, terrorhandlinger, ro, orden og sikkerhet, og offentlig myndighet)  LOV-2008-03-07-4.

Svíþjóð
Lag om straff för folkmord, brott mot mänskligheten och krigsförbrytelser  ( 2014:406).


Síðast breytt 26.06.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.