Samantekt um þingmál

Frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna

774. mál á 149. löggjafarþingi.
Utanríkisráðherra.

Markmið

Að hindra fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna.

Helstu breytingar og nýjungar

Lögð er til heildarendurskoðun á ákvæðum gildandi löggjafar um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, m.a. til að mæta kröfum Financial Action Task Force (FATF). Athugasemdir FATF voru margvíslegar en ákvæði gildandi laga um framkvæmd þvingunarráðstafana sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum voru ekki taldar fullnægja þeim kröfum sem gera þarf til lagarammans.

Breytingar á lögum og tengd mál

Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur

Ógerlegt er að áætla tekjur af stjórnvaldssektum. Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið muni hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs.

Afgreiðsla

Samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Anti-money laundering and counter-terrorist financing measures. Iceland. Mutual Evaluation Report. FATF, apríl 2018.


Síðast breytt 02.07.2019. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.