Samantekt um þingmál

Breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld

450. mál á 150. löggjafarþingi.
Fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmið

Að eyða réttaróvissu og gera löggjöf á sviði skattamála skýra.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagðar eru til ýmsar nauðsynlegar leiðréttingar og breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Hér er m.a. um að ræða breytingar á ákvæðum tekjuskattslaga um frádráttarheimild erlendra sérfræðinga, leiðréttingar á tilvísunum til annarra laga, álagningu lögaðila, kærufresti o.fl.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.
Lög um tryggingagjald, nr. 113/1990.
Lög um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.
Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.
Lög um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

Kostnaður og tekjur

Ekki er gott að áætla hver áhrif breytingatillögu um frádráttarbærni vaxtagjalda vegna blandaðra fjármálagerninga verður á tekjur ríkissjóðs. Þó má gera ráð fyrir því að einhver fyrirtæki nýti sér þennan valmöguleika og að ríkissjóður gæti orðið af um 300-1.000 milljónum kr. í tekjur árlega. Breytingartillaga vegna takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda hefur neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs en áhrif á afkomu ríkissjóðs eru ekki talin veruleg. Breytingartillaga sem felur í sér undanþágu aðila, sem bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi, frá staðgreiðslu af söluhagnaði af íslenskum hlutabréfum og stofnbréfum gæti leitt til um 60 milljóna kr. neikvæðra áhrifa á ríkissjóð í staðgreiðslu en gert er ráð fyrir því að samsvarandi fjárhæð skili sér við álagningu opinberra gjalda. Ekki er gert ráð fyrir því að aðrar lagabreytingar, sem lagðar eru til í frumvarpinu, muni hafa teljandi áhrif á afkomu ríkissjóðs verði frumvarpið óbreytt að lögum.

Afgreiðsla

Samþykkt með þó nokkrum breytingum.

Aðrar upplýsingar

Úrskurður yfirskattanefndar frá 15. maí 2019, nr. 95/2019.




Síðast breytt 07.05.2020. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.