Samantekt um þingmál

Loftslagsmál

711. mál á 151. löggjafarþingi.
Umhverfis- og auðlindaráðherra.

Markmið

Að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að bætt verði við lögin markmiði um að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Kolefnishlutleysi lýsir því ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012.

Kostnaður og tekjur

Lögfesting markmiðs um kolefnishlutleysi árið 2040 hefur eitt og sér ekki í för með sér fjárhagslega skuldbindingu fyrir ríkissjóð. Aftur á móti munu þær leiðir sem notaðar verða til að ná markmiðinu hafa fjárhagsleg áhrif fyrir ríkissjóð en enn er ekki vitað hver áhrifin verða. Í greinargerð með frumvarpinu má sjá umfang aðgerða í loftslagsmálum hjá ríkissjóði í fjárlögum 2021 og í fjármálaáætlun 2022–2026 í milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2022–2026 birtist stefna stjórnvalda um að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð króna á ári umfram fyrri ákvarðanir í tengslum við skuldbindingar Íslands og markmið um kolefnishlutleysi.

Afgreiðsla

Samþykkt með þeirri breytingu helstri að í stað þess að kolefnishlutleysi skuli nást árið 2040 skuli það nást eigi síðar en 2040.

Aðrar upplýsingar

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til 2030. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, júní 2020.


Síðast breytt 25.06.2021. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.