12.5.2005

Alþingi (131. löggjafarþingi) frestað 11. maí 2005

Þingfundir stóðu frá 1. október til 10. desember 2004 og frá 24. janúar til 11. maí 2005. Á þingtímanum urðu þingfundardagar alls 101 og þingfundir urðu 134 og stóðu þeir samtals í 568 klst. Lengsti þingfundurinn stóð í rúmlega 16 klst.

Lagafrumvörp voru samtals 198 á þinginu. Stjórnarfrumvörp voru 105 og þingmannafrumvörp 85. Frumvörp frá nefndum voru 8. 
93 stjórnarfrumvörp voru afgreidd sem lög, óútrædd stjórnarfrumvörp eru 12.
8 þingmannafrumvörp urðu að lögum, tvö flutt af þingmönnum og sex flutt af nefnd. 85 voru óútrædd.
Af 198 frumvörpum urðu alls 101 að lögum.

Þingsályktunartillögur voru alls 146. Stjórnartillögur voru 18 og þingmannatillögur voru 128.
20 tillögur voru samþykktar sem ályktanir Alþingis, þar af voru 18 frá ríkisstjórninni og 2 frá þingmönnum. Einni þingmannatillögu var vísað til ríkisstjórnarinnar og ein kölluð aftur. 

Skýrslur voru samtals 26. Tvær skýrslur bárust samkvæmt beiðni.
Aðrar skýrslur lagðar fram voru 24.
Munnlegar skýrslur ráðherra voru sex og aðrar munnlega skýrslur voru tvær.

Bornar voru fram 446 fyrirspurnir á þingskjölum. Af þeim var svarað 412. Munnlegar fyrirspurnir voru 249 og af þeim var 225 svarað, tíu voru kallaðar aftur. Beðið var um skrifleg svör við 197 fyrirspurnum og bárust 187 svör.

Óundirbúnar munnlegar fyrirspurnir til ráðherra voru 46.

Umræður utan dagskrár voru 45.

Atkvæðagreiðslur voru alls 1631, flestar fóru fram með rafrænum hætti en 6 fóru fram með nafnakalli.

Alls voru til meðferðar í þinginu 818 mál. Tala prentaðra þingskjala var 1486.