17.10.2012

Sérstakar umræður fimmtudaginn 18. október kl. 2 miðdegis

Sérstök umræða skv. 2. mgr. 60. gr. þingskapa (sérstök umræða af lengri gerðinni) um stjórnarskrármál verður fimmtudaginn 18. október kl. 2 miðdegis. Málshefjandi er Bjarni Benediktsson og til andsvara verður forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Umræðan mun standa í rúmar tvær klukkustundir.