24.1.2017

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana 24. janúar

 

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 19:30. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi:

  •  Sjálfstæðisflokkur
  • Vinstri hreyfingin – grænt framboð
  • Píratar
  • Viðreisn
  • Framsóknarflokkur
  • Björt framtíð
  • Samfylking

Ræðumenn í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í janúar 2017

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrstu umferð, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra, í annarri umferð og Valgerður Gunnarsdóttir, 8. þingmaður Norðausturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Katrín Jakobsdóttir, 2. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Ari Trausti Guðmundsson, 6. þingmaður Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Fyrir Pírata tala Ásta Guðrún Helgadóttir 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrstu umferð, Björn Leví Gunnarsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í annarri umferð og Viktor Orri Valgarðsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í þriðju.

Ræðumenn Viðreisnar verða í fyrstu umferð Benedikt Jóhannesson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri, og í þriðju umferð Jóna Sólveig Elínardóttir, 9. þingmaður Suðurkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigurður Ingi Jóhannsson, 2. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrstu umferð, í annarri Lilja Alfreðsdóttir, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þriðju umferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Óttarr Proppé heilbrigðis­ráðherra í annarri Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auð­linda­ráðherra, og í þriðju umferð Theodóra S. Þorsteinsdóttir, 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrstu umferð Logi Einarsson, 9. þingmaður Norðausturkjördæmis, í annarri, Oddný G. Harðardóttir, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, og Guðjón S. Brjánsson, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.