7.7.2021

Steingrímur J. Sigfússon undirritar sín síðustu lög

Í gær urðu þau tímamót að forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, undirritaði í síðasta sinn lög samþykkt á Alþingi, en Steingrímur lætur af þingmennsku við lok þessa kjörtímabils. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, meðundirritaði lögin. Til gamans má geta þess að á þessu síðasta þingi kjörtímabilsins, 151. löggjafarþingi, hafa samtals 151 lög verið samþykkt.

Steingrímur mun gegna embætti forseta Alþingis til næstu alþingiskosninga, sem haldnar verða 25. september nk. Að loknum kosningum gegnir störfum forseta sá varaforseti sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta og gengir sá embættinu fram að því að nýr forseti er kjörinn þegar nýtt þing kemur saman.  

Steingrimur-og-Ragna