23.2.2023

Yfirlýsing forsætisráðherra um fordæmingu innrásar Rússlands í Úkraínu

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, flutti sérstaka yfirlýsingu á Alþingi við upphaf þingfundar í dag, 23. febrúar, í tilefni þess að á morgun er ár liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu. Ítrekaði hún stuðning stjórnvalda og Alþingis við Úkraínu og fordæmdi harðlega fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og alþingismanna innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, sem á sér enga réttlætingu og er skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðalögum.

Í kjölfarið fluttu formenn þingflokka eða staðgenglar þeirra ræður og tóku undir stuðning við Úkraínu.

Yfirlýsing ráðherra og umræða 23. febrúar 2023

Forsætisráðherra flutti yfirlýsinguna á grundvelli 61. gr. þingskapa sem kveður á um að forseti geti á fundartíma heimilað ráðherrum og formönnum stjórnmálaflokka að gefa sérstaka yfirlýsingu og fulltrúum annarra flokka að bregðast við henni.

Yfirlysing_Ukraina_2023-03-23